Innlent

Nýtt torg verður tilbúið eftir ár

Svona mun Háskólatorg líta út eftir tvö ár nema tillögur hugvísinda­manna verði til þess að hönnun verði breytt.
Svona mun Háskólatorg líta út eftir tvö ár nema tillögur hugvísinda­manna verði til þess að hönnun verði breytt.

Kristín Ingólfs­dóttir, rektor Háskóla Íslands, og Gunnar Sverrisson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, undir­rituðu í fyrra­dag samning um hönnun og byggingu Háskólatorgs.

Við það tækifæri afhenti Guðrún Björnsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Félags­stofnunar stúdenta, rúmar þrettán milljón­ir króna sem er fyrsta greiðsla samningsins. Starf­semi Félagsstofnunar er ein af þeim sem flytja munu í Háskólatorgið. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu eru hugvísindamenn afar ósáttir við hönnun torgsins.

Starfsemi hugvísindadeildar fer að mestu fram í Árnagarði og Nýja garði en torgið mun ekki tengjast þeim byggingum heldur koma sem múr á milli þeirra.

Að sögn Óskars Einarssonar, skrifstofustjóra deildarinnar, hefur háskólaráð samþykkt að láta arkitekta endurskoða hönnunina með gagnrýni hugvísindamanna í huga. Framkvæmdir við torgið eiga svo að hefjast í apríl á næsta ári og að það verði svo tilbúið fyrir 1. desember 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×