Erlent

Meirihluti Bandaríkjamanna efast um sigur í Írak

MYND/Reuters

Meirihluti Bandaríkjamanna efast um að George Bush Bandaríkjaforseti búi yfir áætlun sem muni leiða til "sigurs Bandaríkjamanna", eins og það er orðað, í Íraksstríðinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir CNN sjónvarpsstöðina og dagblaðið USA Today en könnunin var birt í gærkvöldi. 55% aðspurðra sögðust ekki hafa trú á að Bush byggi yfir slíkri áætlun á meðan 41% voru sigurvissir hvað þetta varðar. Þá kom einnig fram í könnuninni að einungis 35% Bandaríkjamanna vilja að sett verði tímaáætlun hvenær Bandaríkjamenn kalli herlið sitt heim frá Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×