Erlent

Sífellt fleiri frá bráðalyf gegn HIV veirunni í Danmörku

Um hundrað einstaklingar fengu bráðalyf gegn HIV veirunni í Danmörku á síðasta ári. Það er tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Flestir fengu lyfið eftir að hafa stundað óvarið kynlíf en ef lyfið er tekið innan sólahrings frá því að einstaklingur stundar kynlíf, þá er hægt að koma í veg fyrir smit.

Læknar leggja þó áherslur á mikilvægi þess að stunda öruggt kynlíf og benda á að lyf sem þessi á ekki að nota nema í neyð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×