Innlent

Háskólinn fær skammir

Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis vill að Háskólinn endurskoði niður­fellingu fastrar yfirvinnu sérfræðings.
Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis vill að Háskólinn endurskoði niður­fellingu fastrar yfirvinnu sérfræðings.

Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Háskóla Íslands að fjallað verði á nýjan leik um mál sérfræðings, sem starfar hjá Háskólanum, vegna einhliða ákvörðunar stofnunarinnar um að fella niður fasta yfirvinnu hjá honum. Háskólinn skuli bregðast við með þessum hætti óski sérfræðingurinn þess.

Ella geti það orðið hlutverk dómstóla að leysa endanlega úr þeim ágreiningi sem uppi sé. Reglurnar sem hafi leitt til niðurfellingar yfirvinnunnar séu óskýrar. Málið er þannig til komið að sérfræðingur hjá einni af stofnunum Háskólans kvartaði yfir því að ráðningarkjörum hans hefði heimildarlaust verið breytt með einhliða niðurfellingu fastrar yfirvinnu sem samið hefði verið um þegar hann var ráðinn til stofnunarinnar. Hafði hluti þeirrar yfirvinnu verið felldur inn í dagvinnulaun í kjölfar kjarasamninga milli ríkisins og Félags háskólakennara árið 1997 og hafði maðurinn ritaði undir yfirlýsingu til samþykkis þess 22. júlí 1998. Maðurinn hafði hins vegar áfram fengið greiddar ellefu yfirvinnustundir á mánuði og voru gerðir samningar við hann um slíkar greiðslur á árunum 2002 og 2003. Á árinu 2004 leitaði hann eftir því að yfirvinnusamningur hans yrði endurnýjaður. Hafnaði stofnunin því á þeirri forsendu að slíka yfirvinnusamninga yrði að fjármagna með sértekjum einstakra verkefnastjóra og yrðu þeir ekki greiddir af almennu rekstrarfé stofnunarinnar eins og gert hafði verið í tilviki hans. Var það afstaða Háskóla Íslands í málinu að réttur sérfræðingsins samkvæmt upphaflegu samkomulagi um yfirvinnugreiðslur hefði fallið niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×