Erlent

Hámaði í sig veiðihníf

Jon-Paul Carew, dýralækni í bænum Plantation í Flórída, brá heldur betur í brún þegar hann skoðaði röntgenmyndir af St. Bernhardshvolpinum Elsie. Í ljós kom að í maga hennar var rúmlega 33 sentimetra langur veiðihnífur með hvössum oddi og sagarblaði. Carew fjarlægði hnífinn úr maga Elsie í vikunni og gekk aðgerðin að óskum. Eigandi Elsie, Jane Scargola, var ekki síður hissa en hún taldi að einhver hinna sex hunda sinna hefði velt hnífnum af eldhúsborðinu og síðan hefði hann endað í maga Elsie. "Hún étur allt sem tönn á festir," sagði Scarcola í samtali við fréttamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×