Innlent

Útlit fyrir stormviðri

Útlit er fyrir stormviðri á norðvestanverðu og suðaustanverðu landinu síðar í dag með sterkum vindhviðum víða um land. Þannig er varað við að storm geti gert undir Vatnajökli, á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, á sunnanverðu Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði og á fjallvegum á Vestfjörðum. Víða um land eru hálkublettir eða snjókrap á vegum og þá helst Norðaustanlands og á Vestfjörðum. Einnig er ófært um ýmsa fjallvegi. Ferðalangar eru hvattir til þess að kynna sér veðurspá og upplýsingar um færð áður en lagt er af stað, sérstaklega þar sem margir eru enn með sumardekk undir bílum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×