Erlent

Enn einn látinn úr fuglaflensu

Indónesísk kona lést í morgun af völdum fuglaflensu á sjúkrahúsi í Djakarta, en hún er fimmta manneskjan sem deyr af völdum veikinnar í landinu á skömmum tíma. Þá leikur grunur á að fimm ára stúlka, sem lést í síðustu viku, hafi einnig verið með flensuna en það hefur ekki verið staðfest með rannsóknum. Auk þess eru 17 á sjúkrahúsi grunaðir um að hafa smitast af veikinni. Alls hafa 65 manns látist í Asíu á síðustu tveimur árum af völdum fuglaflensu en hún hefur hingað til aðeins borist úr fiðurfénaði í menn en ekki á milli manna en sérfræðingar óttast heimsfaraldur ef það gerist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×