Erlent

Fellibylur veldur usla við Kína

Tveir eru látnir af völdum fellibylsins Damrey sem farið hefur eftir strönd kínversku eyjarinnar Hainan undanfarinn sólarhring. Þetta er öflugasti stormur sem gengið hefur yfir eyjuna í þrjá áratugi, en hún er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir suðurströnd Kína. Skemmdir hafa fyrst og fremst orðið af völdum vindsins en yfirvöld á staðnum óttast að ár flæði yfir bakka sína vegna mikillar úrkomu sem fylgt hefur fellibylnum og skemmdir verði á uppskeru. Um 170 þúsund manns var komið í öruggt skjól áður en fellibylurinn gekk yfir og þá voru fimm þúsund manns strandaglópar á flugvellinum á eyjunni. Búist er við að Damrey yfirgefi Hainan í kvöld og þá er reiknað með að hann haldi til Víetnams.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×