Erlent

Tíu Kúrdar drepnir í Tyrklandi

Tíu uppreisnarmenn úr röðum Kúrda voru drepnir í árás tyrkneska hersins í í suðausturhluta Tyrklands í dag. Árásin var gerð í kjölfar sjálfsmorðsárásar í borginni Kusadasi í gær sem talið er að hafi verið skipulögð af skæruliðasamtökum Kúrda. Fimm manns létust í árásinni, einn Breti, einn Íri og þrír Tyrkir. Þá særðust tíu manns Kúrdar hafa barist fyrir stofnun sjálfstæðs héraðs í Suðaustur-Tyrklandi frá árinu 1984. Síðan þá hafa um 30 þúsund manns fallið í átökum þeirra við tyrkneska herinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×