Innlent

Svipað veður fram á þorra

Félagar í Veðurklúbbi Dalbæjar telja að veður verði svipað og það er nú fram á þorra. Þeir segja að það gæti kólnað dálítið frá 20. janúar og jörð hvítnað eitthvað en telja ekki ástæðu til að búast við vonskuveðri.

Félagarnir telja spá sína fyrir desember hafa gengið nokkuð vel eftir þó ef til vill hafi orðið aðeins hlýjari en þeir bjuggust við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×