Innlent

40 manns sem fengu meðferð á Vogi létust á árinu

Fjörutíu manns sem fengu meðferð á Vogi á árinu létust fyrir aldur fram á fyrstu átta mánuðum ársins vegna ofneyslu vímuefna. Þar af létust níu fyrir fertugt. Margt þessa fólks hlaut voveiflegan dauðdaga að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá bendir hann á að því fjölgi nú ört fullorðnu fólki, komið yfir þrítugt, sem leiti sér hjálpar vegna dagdrykkju.

Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfrlæknis á Vogi, hafa 40 manns sem leitað hafa meðferðar hjá Vogi látið lífið langt fyrir aldur fram á árinu. Og ástæðan fyrir þessum ótímabæru og oft hörmulegu dauðsföllum er ofneysla áfengis og annarra fíkniefna og afleiðingar neyslunnar.

Þórarinn segir að áfengið sé sem fyrr stærsta vandamálið og sérstaklega hjá fólki yfir þrítugu. Þeim hafi fjölgað í þeim hópi sem sæki til Vogs. Eiturlyfjaneysla er meira áberandi hjá yngra fólki.Hann bendir á hina fullorðnu, fólkið sem er ráðandi í samfélaginu, og ábyrgð þess í þeirri viðleitni að taka á vandanum. Hann segir það fólk þurfi að breyta hegðan sinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×