Innlent

BUGL fær 1,5 milljónir

Ein og hálf milljón króna söfnuðust á styrktartónleikum sem haldnir voru af Lýsingu dagana 29. og 30. nóvember í Grafarvogskirkju. Allur ágóðinn rennur óskiptur til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Alls seldust 692 miðar auk þess sem Lýsing keypti 58 boðsmiða og því var greitt fyrir samtals 750 miða á þessa tvennu tónleika. Fénu verður varið til kaupa á leiktækjum, iðjuþjálfunartækjum og öðrum búnaði inn í nýja viðbyggingu við húsnæði BUGL en fyrsta skóflustungan að henni verður væntanlega tekin fljótlega. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, lýsti því yfir í kjölfar þeirrar umræðu sem kviknaði í nóvember um málefni barna- og unglinga með geðraskanir að hafist yrði handa við bygginguna innan tveggja mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×