Innlent

Nýr kjarasamningur Vélstjórafélagsins, LÍÚ og SA

Frá undirritun samningsins. Á myndinni eru f.v.: Heimir V. Pálsson, Valgeir Ómar Jónsson, Guðmundur Ragnarsson, allir í samninganefnd VSFÍ, Helgi Laxdal, formaður VSFÍ, Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, Eiríkur Tómasson, varaformaður LÍÚ og Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ.
Frá undirritun samningsins. Á myndinni eru f.v.: Heimir V. Pálsson, Valgeir Ómar Jónsson, Guðmundur Ragnarsson, allir í samninganefnd VSFÍ, Helgi Laxdal, formaður VSFÍ, Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, Eiríkur Tómasson, varaformaður LÍÚ og Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ. MYND/LÍÚ

Vélstjórafélag Íslands, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök atvinnulífsins gerðu í dag nýjan kjarasamning um kjör vélstjóra á fiskiskipum. Kjarasamningurinn kemur í stað samnings aðilanna frá 2001 sem rennur út þann 31. desember 2005. Gildistími er til 31. maí 2008.

Samningurinn felur í sér margvíslegar breytingar frá fyrri samningi og er í meginatriðum í samræmi við samninga útvegsmanna við önnur stéttarfélög sjómanna. Þó eru frávik t.d. hvað varðar greiðslur vegna starfsaldurstengds orlofs, greiðslur í styrktar- og sjúkrasjóð og uppsagnarfrest, þannig að greitt er álag á hlut allra vélstjóra. Boðið er upp á tvær leiðir varðandi séreignarsparnað og greitt verður tímakaup vegna löndunar á uppsjávarfiski.

Samningurinn fer í póstatkvæðagreiðslu meðal starfandi vélstjóra á fiskiskipum og verða atkvæði talin miðvikudaginn 15. febrúar 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×