Innlent

Borgarstjóri skipar nefnd með leikskólakennurum vegna kjaramála

MYND/Pjetur

Á fundi Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir borgarstjóra í dag með Björgu Bjarnadóttur formanni og Þresti Brynjarssyni varaformanni Félags leikskólakennara vegna kjaramála leikskólakennara var ákveðið að fela hópi skipuðum fulltrúum Reykjavíkurborgar, Félags leikskólakennara, samráðs leikskólastjóra í Reykjavík auk fulltrúa frá Launanefnd sveitarfélaga að móta hugmyndir sem lagðar verði fyrir Launamálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 20. janúar nk. Jafnframt beina aðilar þeim tilmælum til leikskólakennara, sem sagt hafa upp störfum eða hafa ákveðið að segja upp, að endurskoða hug sinn og gefa vinnuhópnum kost á takast á við þá stöðu sem uppi er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×