Innlent

Íslandspóstur og Súðavíkurhreppur semja um aukna þjóustu

MYND/Ómar Már

 

Íslandspóstur hf. og Súðavíkurhreppur hafa gengið frá samkomulagi um þjónustu við íbúa á bæjum við Ísafjarðardjúp. Samkomulagið tryggir samgöngutengingu úr Djúpinu við Súðavík og Ísafjörð.

 

 

Samkomulagið nær til flutninga á bæði farþegum og vörum. Landpóstur Íslandspósts mun ná í sendingar á pósthúsið á Ísafirði og koma þeim til íbúa í Djúpinu ásamt því sem hann mun taka sendingar frá íbúum og koma þeim rétta leið. Einnig mun landpósturinn flytja farþega til og frá Ísafirði og Súðavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×