Innlent

Sjálfstætt starfandi hjartalæknar hafa sagt upp samningi við TR

Sjálfstætt starfandi hjartalæknar hafa sagt upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins og taka uppsagnirnar gildi frá og með 1. apríl 2006. Ástæða uppsagnanna er sögð vera sú að ekki náðist samkomulag um nauðsynlegar breytingar á gildandi samningi Læknafélags Reykjavíkur og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins fyrir hönd Tryggingarstofnunar ríkisins, þrátt fyrir margra mánaða samningstilraunir. Þörf hjartasjúklinga fyrir þjónustu hefur verið vanáætluð en á árinu sem er að líða, voru verkeiningar sem ætlaðar voru hjartasjúklingum uppurnar í október. Hjartalæknar þó haldið áfram að sinna sjúklingum án greiðslu frá TR í þeirri von að úrbætur fengjust fyrir komandi ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×