Innlent

Oktavía sökuð um að hafa farið á bak við kjósendur sína

Formaður Samfylkingarinnar á Akureyri sakar Oktavíu Jóhannesdóttur um að hafa farið á bak við kjósendur sína með ákvörðun sinni um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segir ákvörðun hennar koma sér á óvart þó Oktavía hafi ekki mætt á bæjarmálafundi í nokkra mánuði. Samfylkingarmenn vilja hana úr bæjarstjórn.

Oktavía Jóhannesdóttir, sem verið hefur bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri í eitt kjörtímabil, lýsti því yfir í gær að hún væri genginn úr flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Hún hyggst þó ekki víkja sæti í bæjarstjórn. Samfylkingarmenn komu saman á fundi á Akureyri í gærkvöld þar sem samþykkt var bókun vegna brotthvarfs Oktavíu. Þar er þess krafist að Oktavía víki sæti í bæjarstjórn hið fyrsta félagsmenn Samfylkingar beðnir afsökunar á að frambjóðandi flokksins skuli hafi ekki staðið undir trausti félagsmanna, eins og það er orðað. Jafnframt segir að brotthvarfið hafi ekki verið kynnt félagsmönnum öðruvísi en með tölvupósti til formanns félagsins á Akureyri í gærmorgun.

Jón Ingi Cæsarsson, formaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri, segir Oktavíu ekki hafa gefið sér eða öðrum félagsmönnum til kynna að hún væri óánægð eða ósátt við stöðu mála. Henni hefði enda verið í lófalagi sem oddvita flokksins að hafa áhrif á stefnu hans hafi það verið málið. Eitthvað virðist þó hafa dregið í sundur milli hennar og Samfylkingarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×