Innlent

3,2 milljónir til baráttunnar gegn mansali

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja 3,2 milljónum króna til baráttunnar gegn mansali á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2005 vorufjórarmilljónir króna til ráðstöfunar til stuðnings verkefnum á sviði mannréttindamála og hafði 800 þúsund krónum áður verið ráðstafað til Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi lagt ríka áherslu á baráttuna gegn mansali á vettvangi ÖSE. Stofnunin hafi á undanförnum árum markvisst eflt starfsemi á þessu sviði með sértækri aðstoð við einstök aðildarríki, m.a. á sviði lagasamvinnu, uppfræðslu almennings, þjálfun lögreglumanna og landamæravarða. Þá starfi sérstakur fulltrúi ÖSE sem hefur yfirumsjón með aðgerðum stofnunarinnar gegn mansali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×