Innlent

Jón Atli tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna

Úr leikritinu Brimi.
Úr leikritinu Brimi.

Leiklistarsamband Íslands hefur tilnefnt Jón Atla Jónasson leikskáld til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2006, fyrir leikverkið BRIM sem Vesturport sýndi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Litla sviði Þjóðleikhússinsá fimmta tímanum.

Norrænu leikskáldaverðlaun in vory fyrst veitt árið 1992 og Hrafnhildur Hagalín hefur ein íslenskra leikskálda hlotið þau. Verðlaunin hafa verið veitt á tveggja ára fresti en tilkynnt verður um sigurvegarann um mánaðamótin júlí/ágúst á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×