Innlent

Dró aflvana bát til Siglufjarðar

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. MYND/Vilhelm

Björgunarbáturinn Sigurvin frá Siglufirði var kallaður út laust fyrir klukkan níu í morgun vegna aflvana báts á firðinum. Þar var á ferðinni dragnóta- og netabáturinn Guðrún Jakobsdóttir EA 144 sem gerður er út frá Dalvík en var á leið til dragnótaveiða á Skagafirði.

Að sögn Ómars Geirssonar, umsjónarmanns Björgunarbátsins Sigurvins, brotnuðu stimplar í vélinni með fyrrgreindum afleiðingum en hann segir þó bátsverja, sem voru fjórir, aldrei hafa verið í hættu. Sigurvon tók Guðrún í tog og kom með hana til hafnar í Siglufirði rétt fyrir ellefu í morgun en búist er við að það taki ein til tvær vikur að gera við vélina í skipinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×