Innlent

Landspítalinn stendur sig ágætlega

Stjórnendum Landspítala-háskólasjúkrahúss hefur gengið allvel að halda niðri kostnaði við rekstur spítalans undanfarin ár. Spítalinn stendur ágætlega í samanburði við breska spítala þegar litið er til afkasta og gæða. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu sem Ríkisendurskoðun kynnti í dag um árangur spítalans á árabilinu 1999-2004. Hinsvegar er það talið spítalanum til vansa að stjórnvöld hafi enn ekki mótað heildstæða stefnu um verkaskiptingu innan geirans. Kostnaður við einstakar meðferðir er þá að jafnaði 14 prósent hærri við LHS en á bresku sjúkrahúsunum sem höfð voru til samanburðar. Skýringar á því eru meðal annars að laun eru um fjórðungi hærri hér á landi og meðalllegutími er rétt um hálfum degi lengri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×