Innlent

Eldur í íbúð á Grenimel

Úr myndasafni
Úr myndasafni MYND/Hari

Slökkviliðið var kallað út vegna elds í íbúð á Grenimel í Reykjavík upp úr klukkan fimm í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldri hjón sem voru sofandi í íbúðinni voru flutt á slysadeild vegna hugsanlegrar reykeitrunar. Íbúðin er á þriðju hæð hússins en fjórar íbúðir eru í húsinu. Öðrum íbúum varð ekki meint af, enda náðist að slökkva eldinn áður en hann dreifði sér víðar um húsið. Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni þar sem eldurinn kviknaði. Talið er að kviknað hafi í út frá kerti eða kertaskreytingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×