Sport

Chelsea á eftir Zambrotta?

Chelsea eru taldir vera á eftir bakverði Juventus og ítalska landsliðsins, Gianluca Zambrotta. Hinn 28-ára gamli Zambrotta, sem einnig getur leikið sem kantmaður, hefur verið hjá Juventus síðan hann kom þangað fyrir 10 milljónir punda frá Bari árið 1999. Juve munu líklega ekki láta leikmanninn frá sér ódýrt, en talið er að Chelsea sé tilbúið að borga um 35 milljón evra eða um 24.3 milljónum punda. Forráðamenn Juventus vita að þetta er líklega síðasta tækifæri þeirra til að fá svona háa upphæð fyrir Zambrotta, auk þess sem ungstirnið Giorgio Chiellini, sem er á lánssamning hjá Fiorentina frá Juve, verður kallað heim í sumar og gæti fyllt stöðu Zambrotta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×