Innlent

Konur betri ökumenn

MYND/Teitur Jónasson

Heilastarfsemi kvenna gerir þær að betri ökumönnum. Munurinn á heilastarfsemi kynjanna er nú talinn geta útskýrt af hverju konur valda færri slysum í umferðinni en karlar og borga tryggingaiðgjöld í samræmi við það.

Eftir ýtarleg próf og rannsóknir komust breskir sálfræðingar að því að konur eiga mun auðveldara með akstur sem krefst mikillar einbeitingar. Í ljós kom að konur áttuðu sig tvisvar sinnum oftar því en karlar þegar skipta þurfti um aksturslag, taka skyndilegar ákvarðanir og eiga við óvæntar uppákomur í umferðinni. En karlar ráða hins vegar betur við rýmishugsun og eiga því auðveldara með að leggja í stæði.

Vísindamenn skrifa þetta a hormónabúskap kynjanna þar sem karlhormónið testósterón virkjar rýmishugsun en kvenhormónið, estrógen, hraðar hugsun. Samkvæmt tölum tryggingarfélaganna velja kynin sér einnig akstur sem hæfir heilastarfsemi þeirra. Karlar keyra meira á hraðbrautum en konur meira innanbæjar þar sem aksturinn krefst meiri athygli og hraðari hugsunar.

Bretland er eitt þeirra landa sem krefja konur um lægri tryggingariðgjöld vegna minni tjónatíðni. Í samtali við Sjóvá Almennar kom fram að ekki væri sérstakt tillit tekið til kynjanna þegar kæmi að iðgjöldum, heldur miðað við tjónasögu með tilheyrandi tjónleysisafslætti og endurgreiðslum. En þó eru fordæmi fyrir kvennaafslætti hérlendis, því Tryggingafélagið Ábyrgð sem Sjóvá keypti árið 1992 var með lægri tryggingariðgjöld fyrir konur sem kölluð var Evu trygging.

Í tölum frá Sjóvá Almennum má sjá að í karlar í aldurshópnum 17-20 ollu karlmenn rúmlega sjötíu prósent slysa í þeim aldurshópi og á konur aðeins 30%. En hlutfallið breytist með hækkandi aldri en í öllum aldurshópum eiga karlar þann vafasama heiður að valda að meðaltali 20-30 prósent fleiri tjónum en konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×