Mikill taugatitringur fyrir skotið 26. júlí 2005 00:01 Mikill taugatitringur var á Canaveral-höfða á Flórída í dag þegar niðurtalning fyrir flugtak geimskutlunnar Discovery hófst. Á þriðja tímanum síðdegis átti hún að taka á loft í fyrsta sinn frá því að geimskutlan Columbia fórst 2003 en líkurnar á stórslysi nú eru taldar einn á móti hundrað. Í svona flugtaki er eytt jafnmikilli orku og þarf fyrir áttatíu og sjö þúsund heimili í heilan dag - og það á aðeins tveimur mínútum. Það er kannski ekki skrítið þegar hugsað er til þess að geimskutlan vegur meira en tvö þúsund tonn. Það er líkast til óhætt að fullyrða að horft sé öðrum augum á flugtak af þessu tagi en þegar geimskutlan var splunkunýtt hátæknifyrirbrigði á níunda áratugnum. Nú er hún málmhlunkur sem má muna fífil sinn fegri, uppfullur af tækni frá því á áttunda áratug síðustu aldar - þó að ýmsar uppfærslur hafi verið gerðar. Aðdragandinn var ekki snurðulaus: bilun í mæli í eldsneytistanki varð til þess að flugtaki var frestað fyrir hálfum mánuði. Orsök bilunarinnar fannst reyndar ekki en ákveðið var að láta slag standa þrátt fyrir það. Og nú er hún á sporbraut um jörðu, á leið að Alþjóðlegu geimstöðinni með mannskap og vistir. Það er Eileen Collins sem stýrir för, fyrsta konan sem fer fyrir leiðangri af þessu tagi. Collins hefur þó flogið með skutlunni áður og er raunar ýmsu vön: síðast sló rafmagnið út svo að tvær af þremur tölvum sem stýra hreyflunum duttu út og vetnisleki varð til þess að skutlan varð næstum því eldsneytislaus áður en hún náði sporbraut. Það er kannski ekki furða að NASA skuli skera viðhaldið við nögl því þar á bæ vilja menn leggja flaugunum og hanna næstu kynslóð af svona geimfari: skutlu sem stenst kröfur tuttugustu og fyrstu aldar og gæti jafnvel verið ódýrari og auðveldari í rekstri. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Mikill taugatitringur var á Canaveral-höfða á Flórída í dag þegar niðurtalning fyrir flugtak geimskutlunnar Discovery hófst. Á þriðja tímanum síðdegis átti hún að taka á loft í fyrsta sinn frá því að geimskutlan Columbia fórst 2003 en líkurnar á stórslysi nú eru taldar einn á móti hundrað. Í svona flugtaki er eytt jafnmikilli orku og þarf fyrir áttatíu og sjö þúsund heimili í heilan dag - og það á aðeins tveimur mínútum. Það er kannski ekki skrítið þegar hugsað er til þess að geimskutlan vegur meira en tvö þúsund tonn. Það er líkast til óhætt að fullyrða að horft sé öðrum augum á flugtak af þessu tagi en þegar geimskutlan var splunkunýtt hátæknifyrirbrigði á níunda áratugnum. Nú er hún málmhlunkur sem má muna fífil sinn fegri, uppfullur af tækni frá því á áttunda áratug síðustu aldar - þó að ýmsar uppfærslur hafi verið gerðar. Aðdragandinn var ekki snurðulaus: bilun í mæli í eldsneytistanki varð til þess að flugtaki var frestað fyrir hálfum mánuði. Orsök bilunarinnar fannst reyndar ekki en ákveðið var að láta slag standa þrátt fyrir það. Og nú er hún á sporbraut um jörðu, á leið að Alþjóðlegu geimstöðinni með mannskap og vistir. Það er Eileen Collins sem stýrir för, fyrsta konan sem fer fyrir leiðangri af þessu tagi. Collins hefur þó flogið með skutlunni áður og er raunar ýmsu vön: síðast sló rafmagnið út svo að tvær af þremur tölvum sem stýra hreyflunum duttu út og vetnisleki varð til þess að skutlan varð næstum því eldsneytislaus áður en hún náði sporbraut. Það er kannski ekki furða að NASA skuli skera viðhaldið við nögl því þar á bæ vilja menn leggja flaugunum og hanna næstu kynslóð af svona geimfari: skutlu sem stenst kröfur tuttugustu og fyrstu aldar og gæti jafnvel verið ódýrari og auðveldari í rekstri.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira