Mikill taugatitringur fyrir skotið 26. júlí 2005 00:01 Mikill taugatitringur var á Canaveral-höfða á Flórída í dag þegar niðurtalning fyrir flugtak geimskutlunnar Discovery hófst. Á þriðja tímanum síðdegis átti hún að taka á loft í fyrsta sinn frá því að geimskutlan Columbia fórst 2003 en líkurnar á stórslysi nú eru taldar einn á móti hundrað. Í svona flugtaki er eytt jafnmikilli orku og þarf fyrir áttatíu og sjö þúsund heimili í heilan dag - og það á aðeins tveimur mínútum. Það er kannski ekki skrítið þegar hugsað er til þess að geimskutlan vegur meira en tvö þúsund tonn. Það er líkast til óhætt að fullyrða að horft sé öðrum augum á flugtak af þessu tagi en þegar geimskutlan var splunkunýtt hátæknifyrirbrigði á níunda áratugnum. Nú er hún málmhlunkur sem má muna fífil sinn fegri, uppfullur af tækni frá því á áttunda áratug síðustu aldar - þó að ýmsar uppfærslur hafi verið gerðar. Aðdragandinn var ekki snurðulaus: bilun í mæli í eldsneytistanki varð til þess að flugtaki var frestað fyrir hálfum mánuði. Orsök bilunarinnar fannst reyndar ekki en ákveðið var að láta slag standa þrátt fyrir það. Og nú er hún á sporbraut um jörðu, á leið að Alþjóðlegu geimstöðinni með mannskap og vistir. Það er Eileen Collins sem stýrir för, fyrsta konan sem fer fyrir leiðangri af þessu tagi. Collins hefur þó flogið með skutlunni áður og er raunar ýmsu vön: síðast sló rafmagnið út svo að tvær af þremur tölvum sem stýra hreyflunum duttu út og vetnisleki varð til þess að skutlan varð næstum því eldsneytislaus áður en hún náði sporbraut. Það er kannski ekki furða að NASA skuli skera viðhaldið við nögl því þar á bæ vilja menn leggja flaugunum og hanna næstu kynslóð af svona geimfari: skutlu sem stenst kröfur tuttugustu og fyrstu aldar og gæti jafnvel verið ódýrari og auðveldari í rekstri. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Mikill taugatitringur var á Canaveral-höfða á Flórída í dag þegar niðurtalning fyrir flugtak geimskutlunnar Discovery hófst. Á þriðja tímanum síðdegis átti hún að taka á loft í fyrsta sinn frá því að geimskutlan Columbia fórst 2003 en líkurnar á stórslysi nú eru taldar einn á móti hundrað. Í svona flugtaki er eytt jafnmikilli orku og þarf fyrir áttatíu og sjö þúsund heimili í heilan dag - og það á aðeins tveimur mínútum. Það er kannski ekki skrítið þegar hugsað er til þess að geimskutlan vegur meira en tvö þúsund tonn. Það er líkast til óhætt að fullyrða að horft sé öðrum augum á flugtak af þessu tagi en þegar geimskutlan var splunkunýtt hátæknifyrirbrigði á níunda áratugnum. Nú er hún málmhlunkur sem má muna fífil sinn fegri, uppfullur af tækni frá því á áttunda áratug síðustu aldar - þó að ýmsar uppfærslur hafi verið gerðar. Aðdragandinn var ekki snurðulaus: bilun í mæli í eldsneytistanki varð til þess að flugtaki var frestað fyrir hálfum mánuði. Orsök bilunarinnar fannst reyndar ekki en ákveðið var að láta slag standa þrátt fyrir það. Og nú er hún á sporbraut um jörðu, á leið að Alþjóðlegu geimstöðinni með mannskap og vistir. Það er Eileen Collins sem stýrir för, fyrsta konan sem fer fyrir leiðangri af þessu tagi. Collins hefur þó flogið með skutlunni áður og er raunar ýmsu vön: síðast sló rafmagnið út svo að tvær af þremur tölvum sem stýra hreyflunum duttu út og vetnisleki varð til þess að skutlan varð næstum því eldsneytislaus áður en hún náði sporbraut. Það er kannski ekki furða að NASA skuli skera viðhaldið við nögl því þar á bæ vilja menn leggja flaugunum og hanna næstu kynslóð af svona geimfari: skutlu sem stenst kröfur tuttugustu og fyrstu aldar og gæti jafnvel verið ódýrari og auðveldari í rekstri.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira