Innlent

8 ára drengur reyndi að kveikja í

Talið er fullvíst að tiltekinn átta ára drengur hafi reynt að kveikja í einbýlishúsi á Egilsstöðum í gær og eru nú viðeigandi aðilar að ræða við forráðamenn hans, enda er hann að sjálfsögðu ekki sakhæfur. Nágranni við húsið sá hvar mikill eldur logaði við útidyr hússins og náði að slökkva hann með handslökkvitæki, áður en slökkvilið kom á vettvang. Þá var útihurðin ónýt sem og karmarnir og rúður næst dyrunum sprungnar þannig að ekki munaði nema hársbreidd að eldurinn næði að læsa sig í gluggatjöld og annað innanstokks. Talið er að drengurinn hafi hellt bensíni í útidyramottu og borið eld að í óvitaskap.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×