Sport

Brynjar og Pavliouk best

Brynjar Pétursson úr HK og Anna Pavliouk úr Þrótti Reykjavík voru valin bestu leikmenn fyrstu deildarinnar í blaki á lokahófi Blaksambands Íslands sem fram fór um helgina. Leikmenn velja einnig efnilegustu spilara í blakinu en að þessu sinni var það Kristín Salín úr Þrótti frá Neskaupsstað og hinn ungi Subaru Takenaka úr Þrótti Reykjavík. Á lokahófinu voru einnig veitt verðlaun fyrir stigahæstu leikmenn en stigahæsti leikmaðurinn í fyrstu deild karla var Subaru Takenaka úr Þrótti með 196 stig en hann var einnig stigahæstur í sókn. Brynjar Pétursson úr HK skoraði flest stig úr uppgjöfum á leiktíðinni eða 39 stig. Ólafur Viggósson úr Íslandsmeistaraliði HK var með flestar hávarnir eða 30 talsins en þetta var í annað sinn í röð sem hann hlýtur þessa viðurkenningu. Anna Pavliouk úr Íslandsmeistaraliði Þróttar í Reykjavík hlaut viðurkenningu fyrir að hafa skorað flest stig í fyrstu deild kvenna á leiktíðinni eða 265 stig. Að auki var hún með flest stig úr sókn, 210 stig. Hulda Elma Eysteinsdóttir úr Þrótti Reykjavík var með flest stig úr uppgjöfum eða 48 stig og Ingibjörg Gunnarsdóttir úr HK var með flestar hávarnir eða 39.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×