Sport

Engin breyting - enginn titill

Michael Schumacher, ökumaður hjá Ferrari, viðurkenndi í gær að liðið ætti litla möguleika á sigri í Formúlu 1 kappakstrinum ef ekki yrði gerð betrumbót á. "Við erum í vandræðum hvað viss atriði varðar eins og er og takist okkur ekki að lagfæra þau í næstu keppnum þá getum við gleymt öllu sem heitir heimsmeistaratitill," sagði Schumacher, núverandi heimsmeistari í Formúlu 1. Ferrariliðið bindur miklar vonir við nýja bílinn, F2005, sem er reyndar enn á þróunarstigi en Ferrarimenn stefna á að nota bílinn í næstu keppni sem fram fer eftir hálfan mánuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×