Innlent

Stéttarfélagsþátttaka 85%

Stéttarfélagsþátttaka á Íslandi er næstum því sjöföld á við það sem gerist í Bandaríkjunum en hér á landi eru um 85% launþega í stéttarfélagi samanborið við 12,5% í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef VR. Á síðustu tveimur áratugum hefur stéttarfélagsþátttaka í Bandaríkjunum snarminnkað frá um 20% launafólks árið 1983 í 12,5% árið 2002. Í upplýsingum frá árinu 2003 kemur fram að mest var stéttarfélagsþátttakan meðal kennara en það er sambærilegt og hér á landi. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum eru fjórum sinnum líklegri til að vera í stéttarfélagi en launafólk á hinum almenna vinnumarkaði. Þá er stéttarfélagsþátttaka karla í Bandaríkjunum meiri en kvenna, var 14% meðal karlanna í fyrra á móti 11% meðal kvenna en árið 2002 voru 90% íslenskra kvenna á vinnumarkaði í stéttarfélagi á móti 81% karla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×