Erlent

Fimmti hver fangi í Noregi er af erlendum uppruna

Fimmti hver fangi í Noregi er af erlendum uppruna og með erlendan ríkisborgararétt. Um fjórðungur fanganna er inni fyrir fíkniefnaafbrot. Norsk fangelsi hýsa um 3100 manns hverju sinni og samkvæmt upplýsingum sem Aftenposten hefur eftir dómsmálaráðuneyti Noregs, þá er fimmti hver fangi af erlendum uppruna. Hingað til hafa fangar af 98 þjóðernum setið í norskum fangelsum. Engar tölur eru yfir hversu margir fangar eru innflytjendur og með norskan ríkisborgarrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×