Erlent

Pútín í opinberi heimsókn í Japan

Vladimír Pútín, forseti Rússlands segir Rússa staðráðna í að byggja olíuleiðslu sem flytja muni hráolíu frá Síberíu til Japans og annarra þjóða við Kyrrahaf.

Í ræður sem Pútín hélt í Japan, þar sem hann er í opinberi heimsókn, sagði hann byggingu olíuleiðslna frá Síberíu til Kyrrahafsins bjóða upp á mikla möguleika. Japanir hafa lýst yfir miklum áhuga varðandi olíuleiðsluna og vonast þeir til þess að leiðslan geti dælt um 1,6 milljónum tunna daglega til hafnar nærri Japan. Pútín er staddur í Japan til þess að auka viðskiptatengsl þjóðanna tveggja, en viðskipti milli Rússlands og Japans nema tæpum 10 milljörðum dollara árlega eða sem um 600 milljörðum íslenskra króna. Það er þó mun lægri upphæð en Japanir verja í viðskiptum við Kínverja og Bandaríkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×