Erlent

73 ára Norðmaður fékk lottóvinning í annað sinn á ævinni

73 ára gamall Norðmaður datt heldur betur í lukkupottinn fyrir stuttu og það í annað sinn á ævinni. Um helgina vann Friðþjófur Bodin um tíu milljónir íslenskra króna en fyrir 14 árum vann hann um 17 milljónir íslenskra króna í Lottóinu í Noregi. Fleiri voru með allar tölur í lottóinu en Friðþjófur var dreginn úr potti og því féll fyrsti vinningur í hans hlut. Hann hlýtur því að teljast afar heppinn maður því líkurnar á að vinna tvisvar í lottói eru mjög litlar og sér í lagi þegar fleiri lottóspilarar eru með allar tölur réttar. Friðþjófur hyggst fara í smá lúxusferðalag með konu sinni en annars gerir hann ráð fyrir að stærstur hluti vinningsins fari til barna og barnabarnanna, en hann og konu hans vanhagi ekki um neitt að hans sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×