Erlent

Mikið mannfall í ættbálkadeilum

Að minnsta kosti 41 lést og 64 særðust í árás vopnaðra manna á tvö þorp nærri bænum Duekoue á vesturhluta Fílabeinsstrandarinnar í dag. Árásarmennirnir skutu, stungu og kveiktu í fólki, en talið er að um ættbálkadeilur hafi verið að ræða. Talsmaður hersins segir að viðbótarliðsafli á vegum lögreglunnar hafi verið sendur á vettvang, en deilur milli þjóðarbrota á svæðinu hafa staðið í áratugi. Ástandið í landinu hefur verið viðkvæmt síðustu misserin endar hefur geisað borgarastyrjöld frá árinu 2002 þegar uppreisnarmenn reyndu að koma forsetanum Laurent Gbago frá völdum og lögðu undir sig norðurhluta landsins. Friðarsamningar voru undirritaðir í apríl en engu að síður hafa verið skærur í landinu og óvíst hvort afvopnun hefjist 27. júní næstkomandi eins og samið hafði verið um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×