Erlent

Föngum sleppt á morgun

Ísraelar sleppa 400 palestínskum föngum á morgun, en ríkisstjórn Ísraels samþykkti það á fundi sínum á sunnudaginn var. Ísraelsmenn höfðu reyndar lofað að sleppa föngunum 400 í kjölfar þess að 500 föngum var sleppt í febrúar síðastliðnum en þeir frestuðu því þar til nú þar sem þeir töldu palestínsk yfirvöld ekki hafa gert nóg til að afvopna herskáa Palestínumenn. Enginn fanganna sem sleppt verður hefur verið sakfelldur fyrir að myrða eða slasa Ísraela. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vonast til þess að styrkja stöðu Mahmouds Abbas, leiðtoga Palestínu, með þessu verki en auk þess hyggjast ísraelsk stjórnvöld loka öllum landnemabyggðum á Gasaströndinni og fjórum á Vesturbakkanum í ágúst í samræmi við vopnahléssamkomulag þjóðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×