Erlent

Flest bendir til höfnunar

Hollendingar kjósa í dag um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Jan Peter Balkenende forsætisráðherra hvetur landa sína til að sýna stuðning sinn við stjórnarskrána sem hann segir skipta miklu máli við eflingu efnahagslífsins, baráttuna gegn hryðjuverkum sem og fyrir lýðræðið í álfunni. Þar virðist hann tala fyrir daufum eyrum því skoðanakannanir sýna að 60 prósent Hollendinga muni hafna stjórnarskránni. Andstaðan í Hollandi mælist því ívið meiri en hjá frönsku þjóðinni sem hafnaði henni í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Komi það á daginn að önnur stofnþjóð Evrópusambandsins hafni stjórnarskránni í dag gæti það þýtt endalok stjórnarskrársáttmálans en leiðtogar Evrópusambandsins ræða næstu skref á fundi þann 16. júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×