Erlent

Hyggjast herða innflytjendalöggjöf í Danmörku enn frekar

Dönsk stjórnvöld hyggjast gera innflytjendalöggjöf sína enn strangari til þess að draga frekar úr straumi innflytjenda til landsins. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir atvinnumálaráðherra landsins sem hefur lagt til að innflytjendum frá löndum eins og Sómalíu, Írak og Palestínu verði fækkað þar sem þeim gengur illa að fá vinnu í Danmörku og verða því byrði á samfélaginu. Frá árinu 2002, skömmu áður en löggjöfin var hert, og þar til í fyrra hefur dvalarleyfum til hælisleitenda í Danmörku fækkað úr sex þúsund í tvö þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×