Innlent

Skýrslan er meingölluð

Ósátt við skýrslu um Byggðastofnun. Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar.
Ósátt við skýrslu um Byggðastofnun. Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar.

Stjórn Byggðastofnunar segir skýrslu, sem unnin var um stofnunina í maí að beiðni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, meingallaða. Í úttekt stofnunarinnar á skýrslu ráðuneytisins eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hana og ýmis atriði um útlán og afskriftarreikninga útlána tilgreind sem ekki fái staðist.

Til dæmis hafi þar verið haldið fram að stofnunin hafi tapað að meðaltali um 23 prósentum af útlánum á tímabilinu 1995 til 2004 en samkvæmt upplýsingum frá stjórninni var tapið 3,6 prósent. Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segir að stjórnin hafi gert margar athugasemdir við skýrsluna á vinnslustigi hennar sem ekki hafi verið tekið tillit til.

Herdís segir einnig að það hafi verið skilningur stjórnarinnar að skýrslan væri fyrst og fremst vinnuplagg og ekki ætluð til birtingar. "Það er af þeirri ástæðu sem stjórnin bregst ekki harkalega við fyrr en skýrslan er komin í þessa umræðu," segir Herdís og bætir við að afar slæmt sé fyrir stofnunina að umræða um hana sé á villigötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×