Laugavegur blóði drifinn 5. desember 2005 03:30 Gistihúsaeigandi segir Laugaveginn verða að frumskógi um helgar þar sem menn eru barðir til óbóta. "Ég var að loka hjá mér þegar ég sá sjúkraflutningamenn taka manninn upp úr götunni á laugardagsmorgun. Svo þegar ég var á leiðinni heim á sunnudagsmorgun fór ég fram hjá þvílíkum blóðpollum skáhallt á móti veitingastaðnum Asíu að það var líkt og einhverjum hefði verið slátrað þarna," segir Gunnar Már Þráinsson, einn af eigendum Kaffi Oliver. Þessi rúmlega þrítugi maður, sem Gunnar Már sá, slasaðist alvarlega um klukkan sjö á laugardagsmorgun eftir að á hann var ráðist rétt fyrir utan gistiíbúðir á Laugavegi 18. Var hann fluttur þaðan á Landspítalann þar sem liggur á gjörgæslu. Manninum var enn haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Talið er að hann hafi slasast þegar hann skall með höfuðið í jörðina eftir árás. Maður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag. Að sögn lögreglunnar hefur árásarmaðurinn ekki áður komið við sögu vegna ofbeldismála. Nú er verið að rannsaka tildrög deilnanna og hafa þegar allnokkur vitni verið yfirheyrð. Lögregla og sjúkraliðsmenn voru komnir á vettvang skömmu eftir að maðurinn slasaðist en að sögn lögreglu virtust menn ekki átta sig á því í fyrstu hve illa maðurinn var slasaður. Hér eru allar gangstéttir útataðar í blóði á morgnana þannig að maður veit að einhvern tímann hlýtur einhver að slasast illa í þessum djöfulgangi, segir Árni Einarsson, eigandi gistiíbúðanna. Eftir að myndavélarnar voru settar upp í miðbænum færast þessi ólæti bara upp Laugaveginn og nú er þetta orðið að frumskógi þar sem menn eru barðir til óbóta um hverja helgi og öskrin og lætin eru eftir því. Auk þess er tjón af þessu látum hreint skelfilegt. Bara um þessa helgi voru brotnar hér rúður fyrir 600 þúsund krónur, segir hann. Árni segir dugleysi yfirvalda um að kenna að íbúar og fyrirtæki þurfi að búa við slíkt ástand og vill að veitingastaðir sem laða að sér svona ástand verði sviptir starfsleyfi: Ef einhver kvartar yfir lýsislykt eða tillitslausum nágranna þá er strax brugðist við en ef um er að ræða veitingastaði þar sem borgarstjórarnir drekka kaffið sitt þá fæst ekki rönd við reist. Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
"Ég var að loka hjá mér þegar ég sá sjúkraflutningamenn taka manninn upp úr götunni á laugardagsmorgun. Svo þegar ég var á leiðinni heim á sunnudagsmorgun fór ég fram hjá þvílíkum blóðpollum skáhallt á móti veitingastaðnum Asíu að það var líkt og einhverjum hefði verið slátrað þarna," segir Gunnar Már Þráinsson, einn af eigendum Kaffi Oliver. Þessi rúmlega þrítugi maður, sem Gunnar Már sá, slasaðist alvarlega um klukkan sjö á laugardagsmorgun eftir að á hann var ráðist rétt fyrir utan gistiíbúðir á Laugavegi 18. Var hann fluttur þaðan á Landspítalann þar sem liggur á gjörgæslu. Manninum var enn haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Talið er að hann hafi slasast þegar hann skall með höfuðið í jörðina eftir árás. Maður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag. Að sögn lögreglunnar hefur árásarmaðurinn ekki áður komið við sögu vegna ofbeldismála. Nú er verið að rannsaka tildrög deilnanna og hafa þegar allnokkur vitni verið yfirheyrð. Lögregla og sjúkraliðsmenn voru komnir á vettvang skömmu eftir að maðurinn slasaðist en að sögn lögreglu virtust menn ekki átta sig á því í fyrstu hve illa maðurinn var slasaður. Hér eru allar gangstéttir útataðar í blóði á morgnana þannig að maður veit að einhvern tímann hlýtur einhver að slasast illa í þessum djöfulgangi, segir Árni Einarsson, eigandi gistiíbúðanna. Eftir að myndavélarnar voru settar upp í miðbænum færast þessi ólæti bara upp Laugaveginn og nú er þetta orðið að frumskógi þar sem menn eru barðir til óbóta um hverja helgi og öskrin og lætin eru eftir því. Auk þess er tjón af þessu látum hreint skelfilegt. Bara um þessa helgi voru brotnar hér rúður fyrir 600 þúsund krónur, segir hann. Árni segir dugleysi yfirvalda um að kenna að íbúar og fyrirtæki þurfi að búa við slíkt ástand og vill að veitingastaðir sem laða að sér svona ástand verði sviptir starfsleyfi: Ef einhver kvartar yfir lýsislykt eða tillitslausum nágranna þá er strax brugðist við en ef um er að ræða veitingastaði þar sem borgarstjórarnir drekka kaffið sitt þá fæst ekki rönd við reist.
Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira