Innlent

Áhersla lögð á hugarró

Leikskólabörn í Reynisholti. Kátt var á hjalla þegar leikskólinn Reynisholt var formlega tekinn í notkun.
Leikskólabörn í Reynisholti. Kátt var á hjalla þegar leikskólinn Reynisholt var formlega tekinn í notkun.

Ekki var annað að sjá en að börnin kynnu mæta vel við sig í Reynisholti, nýja leikskólanum við Gvendargeisla sem tekinn var formlega í notkun á miðvikudag. Eflaust búa þau nú þegar yfir meiri hugarró en flestir aðrir þar sem rík áhersla er lögð á slíkt í leikskólanum og stunda þau meðal annars jóga í þeim tilgangi.

Um tuttugu börn eru nú í leikskólanum en þeim mun fjölga hægt og bítandi á næsta ári. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tók þátt í gleðinni með börnunum og starfsfólki þegar leikskólinn var tekinn formlega í notkun. Þökkuðu börnin fyrir heimsóknina með söng og annarri skemmtan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×