Óánægja með nýjan miðbæ 5. desember 2005 03:00 Skiltið fjarlægt. Bæjarstarfsmenn taka niður skilti aðgerðarhópsins aðeins fáum klukkustundum eftir að það var sett upp. Þá var annað sett upp sem gefur til kynna að tjáningarfrelsi líðst ekki á Álftanesi en það hefur fengið að standa. "Við létum setja upp skilti við aðkomuna að sveitarfélaginu en bæjarstjórinn lét fjarlægja það eftir nokkrar klukkustundir svo þetta er greinilega mikið átakamál," segir Berglind Libungan. Hún fer fyrir aðgerðahópi sem beinir kröftum sínum gegn skipulagstillögu bæjarstjórnar um nýjan miðbæ á Álftanesi. "Það sem við sjáum að þessari tillögu er að það á að byggja mjög þétt og hátt þannig að útsýni verður mjög takmarkað og það er annað en Álftnesingar eru vanir. Svo er aðeins ein innkeyrsla eða gata inn í þennan miðbæ þar sem á svo að vera skóli og íbúðir fyrir aldraða og það teljum við ekki skynsamlegt. Í þriðja lagi á þetta að heita miðbær en svo er aðeins gert ráð fyrir skóla og íbúðum þarna en ekki einasta kaffihúsi eða þjónustu sem miðbær ætti nú að skarta," segir Berglind. Nú hefur hópurinn sett upp annað skilti þar sem á stendur "tjáningarfrelsi" en svo hefur verið krossað yfir orðið. Hópurinn stóð fyrir opnu húsi á föstudag í Haukshúsum þar sem skipulagsmálin voru rædd og undirskriftum safnað til að mótmæla tillögunni en frestur fyrir kvartanir rennur út á Þorláksmessu. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri segir þessa gagnrýni hópsins byggða á vanþekkingu á skipulagstillögunum. "Ákveðið var að hafa byggðina þétta þarna miðsvæðis en dreifðari á jaðarsvæðum svo við göngum ekki á náttúruna og fuglalífið og byrgjum þetta fallega útsýni á Álftanesi," segir Guðmundur. "En húsin í miðbænum verða engu hærri en hæstu hús eru nú á Álftarnesi og þau eru engu hærri en gert var ráð fyrir í tillögum sem þessi mótmælendahópur stóð sjálfur fyrir. Það er rétt að ein innkeyrsla er að miðbænum enda á hann að vera frekar íbúavænn en ekki bílvænn. Þarna verður skipulagið með þeim hætti að ökumenn finna að bíllinn er ekki hafður í hávegum og hraðakstur ekki liðinn enda erfiður eins og aðstæður verða. Svo er það alls ekki rétt að engin kaffihús eða þjónustufyrirtæki eigi að vera í miðbænum. Það er einmitt gert ráð fyrir slíku þó að bæjarstjórnin ætli ekki að fara að standa í slíkum rekstri, hún hefur annað að gera en að selja mönnum kaffi og bjór," segir bæjarstjórinn. Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
"Við létum setja upp skilti við aðkomuna að sveitarfélaginu en bæjarstjórinn lét fjarlægja það eftir nokkrar klukkustundir svo þetta er greinilega mikið átakamál," segir Berglind Libungan. Hún fer fyrir aðgerðahópi sem beinir kröftum sínum gegn skipulagstillögu bæjarstjórnar um nýjan miðbæ á Álftanesi. "Það sem við sjáum að þessari tillögu er að það á að byggja mjög þétt og hátt þannig að útsýni verður mjög takmarkað og það er annað en Álftnesingar eru vanir. Svo er aðeins ein innkeyrsla eða gata inn í þennan miðbæ þar sem á svo að vera skóli og íbúðir fyrir aldraða og það teljum við ekki skynsamlegt. Í þriðja lagi á þetta að heita miðbær en svo er aðeins gert ráð fyrir skóla og íbúðum þarna en ekki einasta kaffihúsi eða þjónustu sem miðbær ætti nú að skarta," segir Berglind. Nú hefur hópurinn sett upp annað skilti þar sem á stendur "tjáningarfrelsi" en svo hefur verið krossað yfir orðið. Hópurinn stóð fyrir opnu húsi á föstudag í Haukshúsum þar sem skipulagsmálin voru rædd og undirskriftum safnað til að mótmæla tillögunni en frestur fyrir kvartanir rennur út á Þorláksmessu. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri segir þessa gagnrýni hópsins byggða á vanþekkingu á skipulagstillögunum. "Ákveðið var að hafa byggðina þétta þarna miðsvæðis en dreifðari á jaðarsvæðum svo við göngum ekki á náttúruna og fuglalífið og byrgjum þetta fallega útsýni á Álftanesi," segir Guðmundur. "En húsin í miðbænum verða engu hærri en hæstu hús eru nú á Álftarnesi og þau eru engu hærri en gert var ráð fyrir í tillögum sem þessi mótmælendahópur stóð sjálfur fyrir. Það er rétt að ein innkeyrsla er að miðbænum enda á hann að vera frekar íbúavænn en ekki bílvænn. Þarna verður skipulagið með þeim hætti að ökumenn finna að bíllinn er ekki hafður í hávegum og hraðakstur ekki liðinn enda erfiður eins og aðstæður verða. Svo er það alls ekki rétt að engin kaffihús eða þjónustufyrirtæki eigi að vera í miðbænum. Það er einmitt gert ráð fyrir slíku þó að bæjarstjórnin ætli ekki að fara að standa í slíkum rekstri, hún hefur annað að gera en að selja mönnum kaffi og bjór," segir bæjarstjórinn.
Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira