Innlent

Þekking á meðferð matvæla verður að vera til staðar

Tollgæslan gerði nýlega upptækt um hálft tonn af hráu kjöti sem reynt var að smygla til landsins. Samkvæmt lögum um matvæli verður að gæta að ýmsu varðandi meðhöndlun þeirra. Hvaða leyfi þarf til kjötinnflutnings?Þeir sem ætla að flytja inn matvæli þurfa að tilkynna það til fyrirtækjaskrár og hafa starfsleyfi frá viðkomandi eftirlitsaðila. Einnig þarf að hafa tilskilda þekkingu á meðferð matvælanna. Hvað þarf sérstaklega að hafa í huga varðandi innflutning matvæla?Að nákvæm vörulýsing liggi fyrir, en þannig má tryggja rekjanleika matvælanna og að þau uppfylli íslenskar reglugerðir svo sem hvað varðar merkingar, aukefni og annað. Einnig þarf upplýsingar um að birgir og/eða framleiðandi matvælanna uppfylli að minnsta kosti sömu kröfur og gerðar eru til samsvarandi fyrirtækja á Íslandi. Má taka með sér ósoðna kjötvöru til landsins?Innflutningur á ósoðnum kjötvörum, svo sem reyktu svínslæri, svínahrygg og beikoni er bannaður. Hver eru viðurlög við brotum á reglum um innflutning á matvælum?Ef brotið er gegn þeim lögum sem varða innflutning á matvælum skal sá seki greiða allan kostnað sem af brotinu hlýst. Einnig má búast við sektum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×