Innlent

Dæmdur í ársfangelsi

Tuttugu og þriggja ára maður var dæmdur í ársfangelsi í Hæstarétti á fimmtudag, en hann hafði rofið skilorð með fíkniefnabroti í júlí í fyrra. Rétturinn þyngdi dóm Héraðs­dóms Norðurlands eystra um átta mánuði og staðfesti jafnframt upptöku á tæpum tveimur grömm­um af amfetamíni og 16 e-töflum sem fundust á manninum á dans­leik á Akureyri.

Fram kemur í dómnum að maður­inn eigi töluverðan sakaferil að baki og því hafi ekki komið til greina frekari skilorðsbinding á fangelsisrefsingu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×