Erlent

Skorað á yfirvöld að koma á fullu lýðræði

Fjölmenn mótmæli. Lögregla segir 63.000 manns hafa tekið þátt í göngunni en skipuleggjendur hennar segja að 250.000 manns hafa mætt.
Fjölmenn mótmæli. Lögregla segir 63.000 manns hafa tekið þátt í göngunni en skipuleggjendur hennar segja að 250.000 manns hafa mætt.

Fjölmenn mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær þar sem knúið var á um lýðræðis-umbætur í héraðinu. Ólíklegt er talið að yfirvöld í Peking bregðist við óskum fjöldans. Skipuleggjendur göngunnar segja að 250.000 manns hafi tekið þátt í henni en búist hafði verið við mun minni fjölda.

Lögregla í Hong Kong segir hins vegar að 63.000 manns hafi mætt. Fólkið vildi með samkomunni krefjast fulls lýðræðis fyrir héraðið og um leið láta í ljós óánægju sína með nýjar tillögur stjórnvalda í Peking í þessum efnum. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að 800 manna samkunda velji héraðsstjóra og að eingöngu helmingur þingmanna Hong Kong verði kjörinn af íbúum héraðsins.

Forsvarsmenn göngunnar og frjálslyndir þingmenn kröfðust viðbragða Donald Tsang héraðsstjóra við gagnrýninni sem fram kom í mótmælunum. Tsang svaraði því til að hann hefði meðtekið kröfurnar en ekki væri mögulegt að gera neinar tímaáætlanir um framvindu lýðræðisumbótanna. Hong Kong hefur verið undir stjórn Kína síðan 1997 en borgríkið nýtur mun meiri réttinda og sjálfstæðis en önnur sjálfstjórnarhéruð landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×