Innlent

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á gamlárskvöld

MYND/Pjetur

Svifryk í borginni fer yfir heilsuverndarmörk á annasamasta tíma hinna skotglöðu á gamlárskvöld. Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar en þar á bæ búast menn við að 530 þúsund flugeldar seljist að þessu sinni og um 90 þúsund blys.

Ekki er talin mikið hætta á mengun vegna brenna í borginni þar sem efnið er sagt sérstaklega valið og undirlagið gott. Einnig er slökkt á brennunum um miðnætti og þær hreinsaðar daginn eftir. Brennurnar verða alls tólf í borginni þetta árið og verður kveikt í þeim öllum klukkan hálfníu á gamlárskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×