Innlent

Avion kaupir fjórar Boeing 777

Avion Group gekk í dag frá kaupum á fjórum Boeing 777 vélum fyrir röska sextíu milljarða króna. Félagið hefur þar með samið um kaup á átta slíkum vélum og fær þær afhentar á undan flestum öðrum. Vélarnar verða einkum notaðar í flug á milli Evrópu og Asíu.

Þær geta flogið rúmlega níu þúsund kílómetra í einni lotu og bera eitt hundrað og fjögur tonn. Vélarnar sem Avion hefur fest kaup á verða einkum notaðar í flug á milli Evrópu og Asíu.

Þó að nákvæmt kaupverð hafi ekki verið gefið upp er listaverð á fjórum slíkum vélum um einn milljarður dollara, eða rösklega sextíu milljarðar króna. Í september gerði Avion sambærilegan samning um kaup á fjórum vélum og kaupverð vélannna átta er því í kringum eitt hundrað og tuttugu milljarðar króna. Það ætti því kannski engan að undra að sölustjóri Boeing í Evrópu sé allt að því hissa á getu Avion Group.

Eitt það merkilegasta við samningana er hve fljótt Avion gengu til verks og verður félagið því næst fyrst í heiminum til að fá 777 vél afhenta.

Avion Group fær fyrstu vélina afhenta í febrúar 2009. Air France er eina flugfélagið sem fær 777 vél á undan Avion, eða í október 2008. Og stjórnarformaðurinn telur það skipta miklu máli að vera á undan straumnum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×