Innlent

Landvinnsla ekki á leið frá Akureyri

Landsvinnsla Brims fær nafnið ÚA á nýjan leik og verður eitt af fjórum afkomusviðum innnan Brims. Þetta kom fram á starfsmannafundi fyrirtækisins á Akureyri í dag.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir fjölmiðlaumræðu síðustu tveggja sólarhringa um málefni Brims fjarri öllum sanni, einkanlega þær fullyrðingar að landvinnsla verði lögð niður á Akureyri og flutt annað. Þvert á móti standi fyrir dyrum endurnýjun vinnslulínu hjá ÚA, sömuleiðis verði fjárfest í vinnslubúnaði og vinnsluaðstöðu á Laugum og þannig megi áfram telja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×