Innlent

Landsnet kaupir flutningsvirki af Hitaveitu Suðurnesja

Landsnet hefur keypt 132 kV háspennulínu af Hitaveitu Suðurnesja sem liggur frá aðveitustöð Landsnets við Hamranes, sunnan Hafnarfjarðar, að aðveitustöð Hitaveitu Suðurnesja við Öldugötu í Hafnarfirði.

Jafnframt keypti Landsnet 132 kV háspennubúnað í síðarnefndri stöðinni af Hitaveitunni.

Samningsupphæðin er 181.1 mkr og tekur Landsnet við flutningsvirkjunum nú um áramótin.

Eftir kaupin á Landsnet rúm 93% af því kerfi sem skilgreint hefur verið í raforkulögum sem flutningskerfi raforku hér á landi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×