Innlent

Dregur úr væntingum Breta

MYND/Reauters

Það dró úr væntingum breskra neytenda í desember og hafa þær ekki mælst lægri síðan í mars 2003. Neytendur virðast þannig vera svartsýnni á horfur í efnahagsmálum en áður og ólíklegra er að þeir standi í stórkaupum á næstu misserum. Þetta kemur fram í hálf fimm fréttum KB banka en þar segir að breska hagkerfið hafi vaxið hægar á síðustu þrettán árum sem rekja megi til samdráttar í einkaneyslu.

Væntingar breskra neytenda nú benda til þess að einkaneysla muni ekki taka við sér á næstunni og eru hagvaxtarhorfur því enn frekar dökkar. Spár um verslun Breta um jólin sýna einnig að samdráttur er í jólaverslun en það hefur ekki gerst í yfir áratug.



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×