Innlent

Fá ekki störf sem hæfa menntun

MYND/GVA

Margir flóttamenn sem sest hafa að á Íslandi kvarta undan því að fá ekki störf er hæfir menntun þeirra og fyrri störfum. Stór hluti þeirra vinnur við ófaglærð störf.

Þetta kemur meðal annars fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Að sögn formanns innflytjendaráðs liggur vandinn einna helst í því að flóttamennirnir hafi ekki pappíra sem sanni menntun þeirra og fyrri störf eins og gefi að skilja þegar fólk þarf að yfirgefa heimili sín í skyndi. Þá torveldi það einnig málið að fólkið kemur frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins og réttindi þess því ekki viðurkennd hér. Könnunin leiðir einnig jákvæða þætti í ljós eins og þá að meirihluti flóttamanna finnst gott að búa á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×