Innlent

Tvær konur hlutu heiðursverðlaun Vísindafélags Íslendinga

Vísindafélag Íslendinga afhenti verðlaun úr Ásusjóði. (LUM) Ásusjóður er kenndur við Ásu Guðmundsdóttur Wright sem afhenti Vísindafélaginu peningagjöf á hálfrar aldar afmæli félagsins nítján hundruð sextíu og átta. Verðlaunin í ár runnu til tveggja kvenna fyrir margþættar rannsóknir á krabbameini, orsökum þess og erfðum. Það voru doktor Jórunn Eyfjörð erfðafræðingur og doktor Helga Ögmundsdóttir læknir. Þær hafa haft samstarf í leit að brjóstakrabbameinsgenum og gert viðamikla rannsókn á stökkbreytingum í þessum genum meðal Íslendinga.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×